Home Fréttir Í fréttum Nafnasamkeppni um nýbyggingu Alþingis

Nafnasamkeppni um nýbyggingu Alþingis

84
0
Nýbygging Alþingis að Tjarnargötu 9 verður sennilega tekin til notkunnar á næstu vikum. Tölvumynd/Studio Grandi

Boðað er til sam­keppni um nafn á nýja skrif­stofu­bygg­ingu Alþing­is að Tjarn­ar­götu 9. Sam­keppn­in er opin al­menn­ingi og verður til­kynnt um niður­stöðuna á full­veld­is­dag­inn, 1. des­em­ber.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá skrif­stofu Alþing­is, en þar seg­ir einnig að ráðgert sé að ný­bygg­ing­in verði tek­in í notk­un á næstu vik­um.

Í dóm­nefnd um nafnið verður und­ir­nefnd for­sæt­is­nefnd­ar um ný­bygg­ingu, ásamt skrif­stofu­stjóra Alþing­is. Þá sitja Birg­ir Ármanns­son, for­seti Alþing­is, vara­for­set­arn­ir Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir og Andrés Ingi Jóns­son, og Ragna Árna­dótt­ir skrif­stofu­stjóri í dóm­nefnd­inni. Sér­fræðing­ar skrif­stof­unn­ar verða dóm­nefnd­inni til aðstoðar.

Flest nöfn tengj­ast sögu húss­ins

Löng hefð er fyr­ir nafna­gjöf húsa í eigu þings­ins á Alþing­is­reit. Flest hús­in eru upp­gerð eldri hús og bera nöfn þeirra vitni um sögu hús­anna og þeirra sem þau byggðu. Þar má nefna Kristjáns­hús, Blöndahls­hús, Skjald­breið, Skúla­hús og Þórs­ham­ar.

Yngsta húsið á reitn­um áður en ný­bygg­ing­in kom til sög­unn­ar er Skáli, sem er þjón­ustu­bygg­ing Alþing­is en það hús var tekið í notk­un fyr­ir 21 ári – haustið 2002.

Frest­ur til að skila inn til­lög­um er til 7. nóv­em­ber og mun dóm­nefnd ljúka störf­um fyr­ir 1. des­em­ber. Hægt er að senda inn til­lögu að nafni hér.

Heimild:Mbl.is