Home Fréttir Í fréttum Verði samhliða nýja spítalanum

Verði samhliða nýja spítalanum

176
0
Efst á myndinni má sjá hvernig Snorrabrautin mun halda áfram inn í Arnarhlíð milli gervigrasvalla. Teikning/Tillaga ASK arkitekta, Eflu og Gagarín

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, seg­ir flesta sam­mála um að nýj­ar vega­teng­ing­ar yfir Miklu­braut og í Vatns­mýri hald­ist í hend­ur við vígslu nýs Land­spít­ala. Þá bendi kann­an­ir til að æski­legt sé að enda­stöð fyr­ir­hugaðrar flug­lest­ar verði nærri miðborg­inni.

<>

Til­efnið er að Val­ur hef­ur óskað eft­ir leyfi til að breyta hluta æf­inga­svæðis í lóð und­ir 245 íbúðir. Sú lóð yrði vest­an við vest­asta gervi­grasvöll fé­lags­ins og nærri fyr­ir­hugaðri akst­urs­leið borg­ar­línu.

Því vakna spurn­ing­ar um hvernig verk­efnið stend­ur en ætl­un­in er að Snorra­braut­in haldi áfram á mörk­um Hring­braut­ar og Miklu­braut­ar og yfir í Arn­ar­hlíð, á milli tveggja gervi­grasvalla, í hinu nýja Vals­hverfi.

Verður mikið notuð stöð

„Við eig­um í góðum viðræðum við Vals­menn um Arn­ar­hlíðina og það skipt­ir miklu máli að tryggja ör­ugg­ar göngu­leiðir krakka sem eru að æfa báðum meg­in við vell­ina. Við telj­um okk­ur vera með góðar lausn­ir á því. Síðan varðar þetta í raun vest­ur­hluta Miklu­braut­ar­stokks en ofan á hon­um mun mynd­ast svæði sem stund­um hef­ur verið kallað Mikla­torg.

Það verður mikið notuð skiptistöð í nýju leiðakerfi strætó og borg­ar­lín­unn­ar en stærsti vinnustaður lands­ins, Land­spít­al­inn, er þar við hlið og verður líka tengd­ur við borg­ar­línu. Þannig að allt er þetta hluti af heild­ar­hugs­un og sú hugs­un ger­ir ráð fyr­ir borg­ar­línu­stöð sem teng­ir sam­an Hlíðar­enda­hverfið og Loft­leiðasvæðið, ef við get­um kallað það svo,“ seg­ir Dag­ur.

– Hvenær sérðu fyr­ir þér að það verði farið í þess­ar fram­kvæmd­ir þannig að það mynd­ist teng­ing yfir í Vatns­mýr­ina?

„Það teng­ist bæði borg­ar­lín­unni og vest­ur­hluta stokks­ins. Þannig að það er und­ir í þeim viðræðum sem við eig­um við ríkið varðandi upp­færslu á sam­göngusátt­mál­an­um.“

Horft yfir svæðið þar sem gert er ráð fyr­ir Mikla­torgi. Teikn­ing/​Til­laga ASK arki­tekta, Eflu og Gaga­rín

Hald­ist í hend­ur við verk­lok­in

– Verður það fyr­ir 2030 eða síðar?

„Það ligg­ur auðvitað ekki fyr­ir fyrr en það er kom­in niðurstaða varðandi upp­færslu á [sam­göngu]sátt­mál­an­um. Ég held hins veg­ar að flest­ir séu sam­mála um að það sé mjög mik­il­vægt að þessi vest­ur­hluti stokks­ins, og það sem snýr að borg­ar­lín­unni, hald­ist svo­lítið í hend­ur við verk­lok­in við nýj­an Land­spít­ala. Þannig að það verði ekki þannig að dag­inn sem fram­kvæmd­um lýk­ur við Land­spít­al­ann þá hefj­ist hinar.“

– Það má þá skilja á þér að það er hugs­an­lega verið að miða við árið 2030?

„Ég ætla svo sem ekki að nefna neitt ár­tal. Þetta er bara hluti af þeim umræðum sem eru um upp­færsl­una. En það ligg­ur auðvitað fyr­ir mjög mik­ill metnaður af hálfu rík­is­ins í fjár­mögn­un á Land­spít­ala­verk­efn­inu og það er unnið að því næstu árin af mjög mikl­um þrótti að klára það og ég held að það hljóti að vera sam­eig­in­leg­ur vilji að huga að nán­asta um­hverfi í leiðinni.“

Hægt er að lesa um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is