Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Rifós hf. vegna seiðaeldi á landi á Röndinni á Kópaskeri. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 2.700 tonna hámarkslífmassa, en stefnt er að því að stöðin framleiði allt að 8.800 tonn á ári.
Fram kemur í tilkynningu á vef Matvælastofnunar að framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.
Rifsós er tilheyrir samsteypu Ice Fish Farm AS og mun því framleiða seiði fyrir sjókvíaeldi á Austfjörðum.
Heimild: Mbl.is