Home Fréttir Í fréttum Garðabær og ÍAV semja um uppgjör vegna fjölnota íþróttamiðstöðvarinnar Miðgarðs

Garðabær og ÍAV semja um uppgjör vegna fjölnota íþróttamiðstöðvarinnar Miðgarðs

387
0
Miðgarður er fjölnota íþróttahús í Garðabæ. Ljósmynd/Aðsend

Úr fundargerð Bæjarstjórnar Garðabæjar þann 05.10.2023

<>

Lögð voru fram drög að samkomulagi Garðabæjar og ÍAV varðandi uppgjör vegna verksamnings um framkvæmdir við fjölnota íþróttamiðstöðina Miðgarð

Bæjarstjórn samþykkir samkomulag Garðabæjar og ÍAV varðandi uppgjör vegna verksamnings um framkvæmdir við fjölnota íþróttamiðstöðina Miðgarð.

Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að Garðabær greiði ÍAV 55,0 mkr. og er um lúkningu að ræða á öllum kröfum sem tengjast fjárhagslegu uppgjöri verksamnings aðila.

Í samkomulaginu er jafnframt kveðið á um kostnaðarskiptingu vegna endurbóta á frárennsli sem tengist jarðsigi og endurskoðun hönnunar íþróttagólfs (gervigrass).

Heimild: Gardabaer.is