Home Fréttir Í fréttum Segir allt á misskilningi byggt

Segir allt á misskilningi byggt

309
0
Brimbrettafólk mótmælir því að til standa að setja landfyllingu í sjóinn.

Verk­efna­stjóri hafn­ar­fram­kvæmda í Þor­láks­höfn seg­ir það á mis­skiln­ingi byggt að til hafi staðið að hefja land­fyll­ingu í Þor­láks­höfn sem brimbret­takapp­ar mót­mæla.

<>

Svo seg­ir Sig­urður Áss Grét­ars­son, verk­efna­stjóri og ráðgjafi bæj­ar­ins, í fram­kvæmd­un­um. Verið er að lengja varn­argarða í suðri og austri og end­ur­nýja gaml­ar bryggj­ur, auk þess að dýpka aðkomu fyr­ir stærri skip.

Vissu­lega séu áform um að land­fyll­ingu en hún sé ekki kom­in í deili­skipu­lag og því hafi ekki staðið til að hefja land­fyll­ing­una að svo stöddu. Brimbretta­fé­lagið hafi fengið röng skila­boð frá verk­taka um að til stæði að hefja land­fyll­ingu. Brimbretta­fólk tel­ur að land­fyll­ing muni hafa áhrif á öldu­gang en svæðið er helsta úti­vista­svæði íþrótt­ar­inn­ar á Íslandi.

Sig­urður Áss Grét­ars­son, er verk­efna­stjóri hafn­ar­fram­kvæmda í Þor­láks­höfn.

„Ætl­un­in var að haug­setja dýpk­un­ar­efnið og í staðinn færðum við grjót­g­arð sem var þarna fyr­ir. Hins veg­ar fór gröf­umaður­inn aðeins lengra með dýpk­un­ar­efnið en til stóð, út fyr­ir fram­kvæmda­svæðið. En svo grjótið í grjót­g­arðinum myndi ekki vera fyr­ir haug­un­um var það sett til hliðar uppi á land,“ seg­ir Sig­urður.

Fengu röng skila­boð frá verk­taka
Að sögn Sig­urðar er vissu­lega hug­mynd­in að nota efnið í land­fyll­ingu ef af verður. Hins veg­ar er ekki búið að samþykkja hana í deili­skipu­lagi.

„Það er ekki búið að samþykkja land­fyll­ing­una og fyr­ir löngu var búið að ákveða að setja efnið þarna hvort sem farið yrði í land­fyll­ingu eða ekki,“ seg­ir Sig­urður.

Þor­láks­höfn er vin­sæl meðal brimbretta­fólks. mbl.is/​RAX

Hann seg­ir að brimbret­takapp­ar sem voru á svæðinu hafi fengið þau skila­boð að nota ætti efnið í land­fyll­ingu frá verk­tak­an­um sem þarna var. Það sé hins veg­ar rangt.

„Það var í sjálfu sér ágætt að brimbretta­fé­lagið hafi verið þarna því verktak­inn haug­setti aðeins utar en hann átti að gera,“ seg­ir Sig­urður.

Heimild: Mbl.is