Félagsheimilið Kirkjuhvoll á Kirkjubæjarklaustri er í skelfilegu ástandi vegna myglu og í raun svo illa farið að það borgar sig ekki að gera við það.
Þetta kemur fram í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu sem lögð var fyrir síðasta fund sveitarstjórnar.
Efla var fengin til að gera rakaskimun og taka sýni á völdum stöðum í byggingunni og reyndust öll sýnin vera mygluð og við ástandsskoðun kom í ljós að rakaskemmdir og ummerki um raka voru víða í húsinu.
Sveitarfélagið fékk Ráðbarð sf til að gera kostnaðargreiningu vegna viðgerða á húsinu og þar er gert ráð fyrir að viðgerð muni kosta 193 milljónir króna og um 58 milljónir fari í hönnun og ófyrirséðan kostnað, sem sé varlega áætlað. Það muni því kosta rúmlega 250 milljónir króna að gera félagsheimilið nothæft aftur.
Heimild: Sunnlenska.is