Þessa daga vinnur NLSH að undirbúningi fyrir áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis Landspítala. Að sögn Ingólfs Þórissonar, sviðsstjóra tækni – og þróunarsviðs, þarf að taka afstöðu til veigamikilla þátta svo sem húsnæðis geðþjónustunnar, uppbyggingu húsnæðis fyrir dag- og göngudeildir, húsnæðis fyrir öldrunarlækningar og margra annarra þátta.
Til þess að móta verkefnið hefur verið leitað liðsinnis hjá Nordic Office of Architecture. Þar eru bæði innlendir og erlendir sérfræðingar með mikla reynslu af gerð þróunaráætlana fyrir húsnæði hjáskólasjúkrahúsa. Fyrir stuttu var vinnufundur með sérfræðingunum í húsnæði NLSH.
Heimild: NLSH.is