Mikið hefur áunnist á einu ári í uppsteypu á meðferðarkjarnanum. Að sögn Árna Kristjánssonar byggingastjóra þá hefur uppsteypan gengið mjög vel á árinu og lýkur henni upp úr áramótum.
Nú er verið að slá upp og steypa efstu hæðir á síðustu stöngum byggingarinnar og uppsteypa tengiganga í verkinu er lokið.
Frá september 2022 – september 2023 hefur verið steypt sem nemur 25.664 rúmmmetrum sem er að meðaltali um 2.140 rúmmetrar á mánuði. Það þýðir um 270 ferðir steypubíla í hverjum mánuði.
Heimild: NLSH.is