Home Fréttir Í fréttum Tveggja ára tafir á byggingu hjúkrunarheimilis

Tveggja ára tafir á byggingu hjúkrunarheimilis

149
0
Svandís Svavarsdóttir og Dagur B. Eggertsson undirrituðu samning árið 2021 um byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Grafarvogi. Ljósmynd/Heilbrigðisráðuneytið

Gras­flöt­ur í Grafar­vogi þar sem nýtt sjúkra­hús á að rísa stend­ur enn auður. Fram­kvæmd­ir áttu að hefjast fyr­ir tveim­ur árum en hafa taf­ist í skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar, að sögn heil­brigðisráðherra.

<>

Árið 2021 skrifuðu Svandís Svavars­dótt­ir, þáver­andi heil­brigðisráðherra, og Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri und­ir sam­komu­lag um að hefja bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­il­is við Mosa­veg í Grafar­vogi.

Eng­ar fram­kvæmd­ir haf­ist
Fyr­ir­hugað hjúkr­un­ar­heim­ili á að hýsa allt að 144 íbúa og var áætlaður kostnaður við fram­kvæmd­ina 7,7 millj­arðar króna þá – sem væru í dag 9,2 millj­arðar ef marka má verðlags­reikni­vél hag­stof­unn­ar.

Fyr­ir­hugað var að ríkið myndi leggja til 85% þeirr­ar upp­hæðar á móti 15% fram­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar. Stefnt var að því að fram­kvæmd­ir myndu hefjast um mitt árið 2021 og að nýtt hjúkr­un­ar­heim­ili yrði tekið til notk­un­ar á síðari hluta árs­ins 2026.

Aft­ur á móti hafa eng­ar fram­kvæmd­ir haf­ist á gras­flet­in­um við Mosa­veg.

Hjúkr­un­ar­heim­ili verður byggt í Grafar­vogi. Ná­lægt Borg­ar­holts­skóla. Kort/​Map.is

„Eig­in­lega á núllpunkti“
Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra lét þau orð falla á Alþingi í vik­unni að fram­kvæmd­ir á hjúkr­un­ar­heim­il­inu væru „eig­in­lega á núllpunkti“.

„Þetta hef­ur taf­ist í skipu­lagi hjá Reykja­vík­ur­borg. Ég kann ekki að út­skýra það,“ seg­ir Will­um við mbl.is, spurður hvað hann meinti með um­mæl­um sín­um á Alþingi.

„Og það er bara miður að það hafi taf­ist. Miður fyr­ir alla.“

Bæt­ir hann við að enn þurfi að fara í jarðvegs­rann­sókn­ir á svæðinu. Lengra séu fram­kvæmd­irn­ar ekki komn­ar.

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra. mbl.is/​Arnþór

Fram­kvæmd­ir við Ártúns­höfða eiga að hefjast í ár
Sam­hliða und­ir­rit­un samn­ings um hjúkr­un­ar­heim­ili við Mosa­veg staðfestu ráðherra og borg­ar­stjóri vilja­yf­ir­lýs­ingu um bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­il­is fyr­ir allt að 200 íbúa á svæði við Ártúns­höfða í Reykja­vík.

Í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu sagði á sín­um tíma að unnið væri að vinnu við skipu­lagn­ingu svæðis­ins og var stefnt að því að hægt yrði að hefja verk­leg­ar fram­kvæmd­ir við nýtt hjúkr­un­ar­heim­ili árið 2023. Það er árið í ár, eins og glögg­ir les­end­ur vita.

Heimild: Mbl.is