Byggingarfélag Gylfa og Gunnars, BYGG, hagnaðist um 804 milljónir í fyrra. Tekjur félagsins drógust saman um 20% og námu 7,6 milljörðum. Félagið hyggst greiða út 130 milljónir króna í ár.
Í skýrslu stjórnar í nýbirtum ársreikningi segir að verkefnastaðan í árslok 2022 hafi verið mjög sterk og áætlað sé að nokkur af stærri verkefnum í vinnslu ljúki í ár.
„Þó svo verktaka- og íbúðamarkaður sé sveiflukenndur horfa stjórnendur samstæðunnar jákvæðum augum á næstu ár og samstæðan er vel í stakk búið að mæta hverjum þeim breytingum í efnahagslífinu sem verða vegna sterkar stöðu þess á markaði og traustri fjárhagsstöðu.“
Eignir félagsins námu 21,8 milljörðum í árslok 2022 og eigið fé var um 11,2 milljarðar. BYGG er í eigu Gylfa Ó. Héðinssonar og Gunnars Þorlákssonar.
Heimild: Vb.is