Veitur ohf. óska eftir tilboðum í útboðsverkefnið:
Mógilsá Kjalarnesi.
Lagning hitaveitu, vatnsveitu og rafveitu:
Verktaki skal grafa fyrir hitaveitu vatnsveitu og rafveitu, leggja hita- og vatnsveitu og annast allan yfirborðsfrágang, starfsmenn verkkaupa munu annast lagningu rafstrengja.
Framkvæmdasvæðið er við Mógilsá á Kjalarnesi og er um 550 metra langt. Yfirborð lagnaleiða er grassvæði að mestu, utan þverunar á malbikuðum akvegum. Þvera skal akvegi á þremur stöðum og þrjú vegræsi/læki.
Helstu magntölur eru:
Hitaveitulagnir 312m
Vatnsveita 320m
Ídráttarrör 150m
Yfirborðsfrágangur 550m
Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgögnum „VEV-2016-01- Mógilsá Kjalarnesi. Lagning hitaveitu, vatnsveitu, og rafveitu útgefin í mars 2016“
Tilboð verða opnuð hjá Veitum ohf. Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 17.03.2016 kl. 11:00.