Home Fréttir Í fréttum Fossvogsbrú mun kosta 6,1 milljarð króna

Fossvogsbrú mun kosta 6,1 milljarð króna

62
0
Sigurtillagan í hönnunarkeppni um Fossvogsbrú heitir Alda og er samstarfsverkefni EFLU og BEAM Architects. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Kostnaðaráætl­un í tengsl­um við Foss­vogs­brú ger­ir ráð fyr­ir því að brú­in muni kosta um 6,1 millj­arð króna, um tvö­falt meira en gert var ráð fyr­ir árið 2021. Fyr­ir­hugað er að bjóða út fyrstu fram­kvæmd­ir vegna Foss­vogs­brú­ar nú á haust­mánuðum.

<>

Í kostnaðaráætl­un er tekið til­lit til hönn­un­ar, fram­kvæmda, um­sjón­ar og eft­ir­lits.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg en Foss­vogs­brú er hluti af verk­efn­um sem heyra und­ir Sam­göngusátt­mál höfuðborg­ar­svæðis­ins sem gerður var milli rík­is og sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu árið 2019.

Fyrst verður boðin út vinna við land­fyll­ing­ar á Kárs­nesi og við Naut­hóls­vík en gert ráð fyr­ir að vinna við land­fyll­ing­ar hefj­ist fyr­ir ára­mót og taki um átta mánuði. Í fram­hald­inu á útboði land­fyll­inga verða fram­kvæmd­ir vegna smíði brú­ar­inn­ar boðnar út og ættu þær að geta haf­ist um mitt næsta ár.

Foss­vogs­brú­in verður um 270­metra löng og mun tengja Reykja­vík og Kópa­vog. Ljós­mynd/​Vega­gerðin

Spara 1,4 millj­arða með ódýr­ara stáli

Sam­hliða útboðinu hef­ur verið gerð kostnaðaráætl­un þar sem kostnaður­inn vegna hönn­un­ar, fram­kvæmda, um­sjón­ar og eft­ir­lits er met­inn á um 6,1 millj­arð.

Þá ger­ir kostnaðaráætl­un ráð fyr­ir um 1,4 millj­örðum vegna land­fyll­inga. Aft­ur á móti spar­ast um 1,4 millj­arðar króna með því að nota hefðbundið stál í stað ryðfrís stáls við bygg­ingu brú­ar­inn­ar eins áður hafði verið gert ráð fyr­ir, en um 1 millj­arður á líf­tíma brú­ar­inn­ar.

Í kostnaðaráætl­un eru al­menn­ar verðhækk­an­ir tekn­ar með í reikn­ing­inn og markaðsverð á stáli og steypu sem eru aðal­bygg­ing­ar­efni brú­ar­inn­ar, sem hef­ur hækkað mikið á hönn­un­ar­tím­an­um. Kostnaður við land­fyll­ing­ar ræðst af aðstæðum á markaði og einnig vegna þeirra niðurstaðna sem feng­ust úr sjáv­ar­botns­rann­sókn­um.

Hönn­un á loka­stig­um

Hönn­un brú­ar­inn­ar er á loka­stig­um að sögn Reykja­vík­ur­borg­ar og er áformað að fullnaðar­hönn­un ljúki um næstu ára­mót. Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir fram­kvæmd­irn­ar er því þegar haf­inn og hafa Veit­ur fært há­spennusæ­streng sinn vegna fyr­ir­hugaðrar legu brú­ar­inn­ar.

Brú­in, sem verður 270 metra löng og allt að 17,3 metr­ar á breidd, er hluti af fyrsta áfanga Borg­ar­lín­unn­ar og er mark­miðið með henni er að bæta sam­göngu­teng­ing­ar milli Reykja­vík­ur og Kópa­vogs.

Seg­ir í til­kynn­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar að leið gang­andi og hjólandi veg­far­enda milli Reykja­vík­ur og Kópa­vogs stytt­ist um 1,2 km með til­komu brú­ar­inn­ar, auk þess sem hún tengi miðbæ Kópa­vogs bet­ur við Há­skól­ann í Reykja­vík, Há­skóla Íslands og miðbæ Reykja­vík­ur.

Heimild: Mbl.is