Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir RARIK í Húnavatnssýslum

Framkvæmdir RARIK í Húnavatnssýslum

151
0
Mynd af kortasjá RARIK

Ýmsar framkvæmdir eru í gangi í Húnavatnssýslum á vegum RARIK. Í Austur-Húnavatnssýslu er verið að leggja 24 km jarðstreng frá aðveitustöðinni við Laxárvatn að Kagaðarhóli, frá Auðólfsstöðum í Langadal að rofastöð við Svartárbrú og frá Streng að Hóli í Svartárdal. Settar verða niður um 19 jarðspennistöðvar. Verktaki er Línuborun ehf. og eru áætluð verklok 30. september næstkomandi.

<>

Framkvæmdir eru í Svínadal en um er að ræða um 33 km langa 12 kV strenglögn um austanverðan dalinn frá Kagaðarhóli að Syðri-Löngumýri, ásamt uppsetningu á 13 jarðspennistöðvum, þremur rofastöðvum og lagningu um 1,7 km af 1 kV heimtaugastreng. Verktaki er Steypustöð Skagafjarðar ehf. og eru áætluð verklok 20. október næstkomandi.

Þá er undirbúningur, hönnun og breyting hafin á byggingu spennarýma fyrir tvo spenna í stað vélarsals við Laxárvatn. Lagfæra á þak og glugga ásamt steypuviðgerðum á ytra byrði stöðvarhússins. Áætluð verklok eru 30. september á næsta ári.

Í Vestur-Húnavatnssýslu er verið að leggja 9,5 km langa 24 kV strenglögn í Miðfirði og 15 km langa 24 kV strenglögn í Fitjárdal, ásamt uppsetningu á 13 jarðspennistöðvum og lagningu á um 2,0 km af 1 kV heimtaugastreng. Verktaki er Línuborun ehf. og verklok eru áætluð 8. september næstkomandi.

Í Hrútafirði er verið að leggja 11,6 km langa 24 kV strenglögn frá Reykjum að Hvalshöfða og frá Staðarskála að aðveitustöð RARIK í Hrútatungu, ásamt uppsetningu á 5 jarðspennustöðvum og lagningu um 0,7 km af 1 kV heimtaugastreng. Verktaki er Steypustöð Skagafjarðar ehf. og verklok eru áætluð 31. ágúst næstkomandi.

Þá er verið að setja upp nýjan 15 MVA 132/19 kV aflspennir í Hrútatungu en árið 2022 varð bilun í aflspenninum í Hrútatungu og varaspennar settir til bráðabirgða. Áætluð verklok eru 29. september næstkomandi.

Framkvæmdir RARIK má sjá í kortasjá á vef fyrirtækisins.

Heimild: Huni.is