Vegagerðin bauð út for- og verkhönnun fyrir endurbyggingu Vatnsdalsvegar (722) frá Hringvegi að Undirfelli og Svínvetningabrautar frá Köldukinn að Tindum.
Verkið felst í því að for- og verkhanna Vatnsdalsveg á um 14,3 km langri leið frá Hringvegi að Undirfelli og Svínvetningabraut á um 6,1 km langri leið frá Köldukinn að Tindum. Samtals um 20,4 km.
Verkið felst einnig í að for- og verkhanna 26 minni heimreiðar, samtals um 3,9 km að lengd. Heildarlengd vega er því um 24,3 km. Á vegkaflanum skal auk þess hanna vegamót Vatnsdalsvegar og Hringvegar, aðlögun túntenginga og a.m.k. eitt búfjárræsi..
Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs . Ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.
Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 15. ágúst 2023, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu.
Föstudaginn 25. ágúst 2023 voru verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð. Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat.