Veitur eru að leggja lokahönd á viðgerð á hitaveitulögn í í nágrenni Fitjahverfis í Garðabæ sem hefur gengið vel.
Í vikunni sem leið var óhapp hjá einum verktaka Veitna þegar göngubrú á stíg skemmdist. Um er að ræða stíg sem liggur fyrir neðan ærslabelginn í Fitjahverfi. Brúin verður lagfærð eins fljótt og auðið er.
Á næstunni má búast við að fyllt verði í skurði og holur á svæðinu. Þá tekur við endanlegur frágangur á yfirborði, þ.m.t. á malbiki göngustígs.
Að framkvæmdum loknum verður því búið að laga stokka og stíg og koma fyrir nýrri göngubrú.
Heimild: Gardabaer.is