Home Fréttir Í fréttum Fráveitumál eru víða í ólestri

Fráveitumál eru víða í ólestri

101
0
Flest sveitarfélög á Íslandi þurfa að ráðast í umtalsverða fjárfestingu á næstu árum til að uppfylla kröfur um frárennslismál. mbl.is/Golli

„Það er víða pott­ur brot­inn í frá­veitu­mál­um sveit­ar­fé­laga,“ seg­ir Aðal­björg Birna Gutt­orms­dótt­ir, sviðsstjóri um­hverf­is­gæða hjá Um­hverf­is­stofn­un. Hreins­un frá­veitu sé á lang­flest­um stöðum ábóta­vant.

<>

Aðal­björg seg­ir Um­hverf­is­stofn­un hafa hvatt sveit­ar­fé­lög­in til að setja fram áætlan­ir um for­gangs­röðun fram­kvæmda sem séu dýr­ar og það muni taka nokk­ur ár að koma frá­veitu­mál­um á Íslandi í ásætt­an­legt horf. Til þess geta sveit­ar­fé­lög sótt um styrki til ís­lenska rík­is­ins en einnig til Evr­ópu­sam­bands­ins. „Þetta eru stór­ar og dýr­ar aðgerðir sem þarf að fara í.“

Mik­il­vægt um­hverf­is­mál
Heil­brigðis­nefnd Suður­lands hef­ur hvatt sveit­ar­fé­lög­in á starfs­svæði embætt­is­ins til að setja um­bæt­ur í frjárennslis­mál­um í for­gang. Jafn­framt að rík­is­valdið muni koma að fram­kvæmd úr­bóta með fjá­magni, þar sem um sé að ræða eitt af stærstu um­hverf­is­mál­um sam­tím­ans. Þessi brýn­ing sé sett fram í ljósi þeirra fjölda frá­veitu­mála sem séu nú á borði Heil­brigðis­nefnd­ar Suður­lands og verða úr­bæt­ur í frá­veitu­mál­um meg­in­efni ársþings Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Suður­landi sem fram fer í októ­ber á Vík í Mýr­dal.

Sigrún Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri heil­brigðis­eft­ir­lits­ins, seg­ir að staða frá­rennslis­mála sé eitt­hvað sem öll sveit­ar­fé­lög þurfi að hafa í huga og þurfi að leggja aukið fjár­magn í. „Þetta er mörg­um ofviða,“ seg­ir hún og ljóst sé að meira fjár­magn þurfi að setja í mála­flokk­inn til að upp­fylla þær kröf­ur sem eru gerðar. Átaks sé þörf. „Þetta er mjög mik­il­vægt verk­efni sem við þurf­um að tak­ast á við.“

Sigrún seg­ir að þetta sé í sam­starfi við vatna­áætl­un sem hafi verið inn­leidd á síðasta ári og heil­brigðis­eft­ir­litið vinni náið með Um­hverf­is­stofn­un Íslands að um­bót­um. Stofn­un­in birti á síðasta ári út­tekt á stöðu frá­veitu­mála í 28 sveit­ar­fé­lög­um. Í henni kem­ur fram að tölu­verðra um­bóta sé þörf en frá­veita er met­in sem helsti álagsþátt­ur á vatns­gæði á Íslandi.

Fjallað var um málið í Morg­un­blaðinu á föstu­dag.

Heimild: Mbl.is