Home Fréttir Í fréttum Veldur vonbrigðum

Veldur vonbrigðum

176
0
Kallað er á mikilvægar úrbætur við Skógarströnd og víðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Von­brigðum veld­ur, segja Sam­tök sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi, að á næstu fimm árum eigi aðeins að verja 700 millj­ón­um kr. til ný­fram­kvæmda við stofn­vegi í lands­hlut­an­um, sem sé mun lægra en í öðrum lands­hlut­um. Þetta seg­ir í um­sögn SSV um sam­göngu­áætlun innviðaráðherra sem verið hef­ur til um­sagn­ar að und­an­förnu.

<>

SSV segja að stofn­vega­fram­kvæmd­ir næstu árin verði víðast á land­inu tals­vert um­fangs­meiri en á Vest­ur­landi. Verðmiði verk­efna næstu ára á Aust­ur­landi og Vest­fjörðum séu rúm­ir 9 ma. og Suður­landi séu ætlaðir tæp­ir 19 ma. kr. Mörg stór verk­efni í vega­gerð bíði þó á Vest­ur­landi; svo sem upp­bygg­ing 50 km langs veg­ar um Skóg­ar­strönd sem teng­ir sam­an Dali og Snæ­fells­nes. Þar hafi um­ferð auk­ist mikið á síðustu árum vegna at­vinnu­sókn­ar og ferðaþjón­ustu.

Bent er sömu­leiðis á að miður sé að fram­kvæmd­ir við Uxa­hryggja­veg, sem er á milli Þing­valla og Lund­ar­reykja­dals, þurfi að bíða. Þessi veg­ur, sem teng­ir sam­an Vest­ur­land og Suður­land, hafi verið byggður upp og end­ur­bætt­ur að stór­um hluta á síðustu árum sem sé vel.

Ennþá sé þó eft­ir að leggja slitlag á um 22 km kafla efst í Lund­ar­reykj­ar­dal. Nú sé hins veg­ar búið að fresta þeirri fram­kvæmd til árs­ins 2034 sam­kvæmt sam­göngu­áætlun þeirri sem fyr­ir ligg­ur. Slíkt sé ekki boðlegt, því veg­ur þessi auki sam­skipti og sam­starf íbúa lands­hluta, auk­in­held­ur að vera mik­il­væg­ur fyr­ir ferðaþjón­ust­una.