Home Fréttir Í fréttum Ráðuneytin í nýja Landsbankahúsið

Ráðuneytin í nýja Landsbankahúsið

133
0
Hönnuðirnir fengu innblástur úr íslensku klettalandslagi eins og sjá má á einkennandi klæðningu hússins, en það er þakið stuðlabergi. mbl.is/sisi

Há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið mun færa skrif­stof­ur sín­ar í nýja Lands­banka­húsið við Aust­ur­bakka. Tvö ráðuneyti verða því í nýja Lands­banka­hús­inu, en hitt ráðuneytið er ut­an­rík­is­ráðuneytið eins og áður hef­ur verið greint frá.

<>

Lista­safn Íslands átti að vera með viðveru í norður­hús­inu en vikið hef­ur verið frá þeim áform­um. Lands­bank­inn sjálf­ur verður í suður­hús­inu en ráðuneyt­in í norður­hús­inu.

Áætlaður leigu­kostnaður var 50 millj­ón­ir
Ásdís Halla Braga­dótt­ir, ráðuneyt­is­stjóri há­skóla-, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hús­næðis­nefnd Stjórn­ar­ráðsins hafi í tvö ár leitað að hús­næði í ná­grenni við stjórn­ar­ráðsreit­inn og að nokk­ur óform­leg til­boð hafi borist sem voru of há.

Áætlaður leigu­kostnaður í kring­um stjórn­ar­ráðsreit­inn var yfir 50 millj­ón­ir króna á ári og var því ákveðið að finna húsa­kost í hús­næði í eigu rík­is­ins.

Deila fund­ar­her­bergj­um
„Lausn­in felst í því að í stað þess að ut­an­rík­is­ráðuneytið sé eina ráðuneytið sem staðsett er í Norður­húsi við Aust­ur­bakka þá séu tvö ráðuneyti í hús­næðinu sem er í eigu rík­is­ins eft­ir kaup rík­is­ins á hús­næðinu af Lands­bank­an­um,“ seg­ir Ásdís Halla.

Meira í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is