Home Fréttir Í fréttum Kærunefnd afléttir stöðvun útboðsins

Kærunefnd afléttir stöðvun útboðsins

187
0
Yfirlitsmynd af hluta nýja Arnarnesvegarins, framkvæmd sem sætir gagnrýni fyrir kostnað, ekki síst eftir að Vegagerðin kaus að hafna lægstu tilboðum. Tölvumynd/Vegagerðin

Kær­u­nefnd útboðsmá­la hef­ur aflétt stöðvun á gerð áformaðs samn­ings Vega­gerðar­inn­ar við verk­taka­fyr­ir­tæk­in Suður­verk hf. og Loftorku ehf. um lagn­ingu Arn­ar­nes­veg­ar.

<>

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag, miðviku­dag.

Samn­ings­gerðin var stöðvuð í kjöl­far þess að lægst­bjóðend­ur, Óska­tak ehf. og Há­fell ehf. sem buðu í verkið sam­eig­in­lega, kærðu útboðið til kær­u­nefnd­ar­inn­ar.

„Við erum að semja við Suður­verk og Loftorku um Arn­ar­nes­veg­inn, erum að bíða eft­ir gögn­um, en klár­um samn­ing­inn vænt­an­lega í næstu viku,“ sagði G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Það verður gott að koma þessu verk­efni af stað,“ sagði hann og bætti því við að sú töf sem orðið hef­ur á verk­efn­inu vegna kæru­máls­ins ætti ekki að fresta verklok­um.

Lægst­bjóðend­ur kærðu

For­saga máls­ins er sú að lægst­bjóðend­ur buðu mun lægri fjár­hæð í verkið en sem nam kostnaðaráætl­un Vega­gerðar­inn­ar og var til­boðið upp á rúm­ar 5.432 millj­ón­ir, sem er 88,3% af áætl­un­inni.

Vega­gerðin taldi til­boð þeirra ekki stand­ast útboðskröf­ur og til­kynnti að hún hygðist semja við Suður­verk og Loftorku, enda þótt til­boð þeirra í verkið væri rúm­um 1,3 millj­örðum króna hærra en boð Óska­taks og Há­fells.

Þetta kærðu lægst­bjóðend­ur til kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la sem kom­ist hef­ur að þeirri niður­stöðu að samn­ings­gerðin skyldi ekki stöðvuð og þar með fall­ist á kröfu Vega­gerðar­inn­ar um að henni sé heim­ilt að semja við Suður­verk og Loftorku.

Deilt um verðbæt­ur

Í úr­sk­urði kær­u­nefnd­ar­inn­ar kem­ur m.a. fram að sam­kvæmt árs­reikn­ing­um Óska­taks og Há­fells nemi sam­an­lögð ár­svelta þeirra u.þ.b. 1,8 millj­örðum króna, en að fyr­ir­tæk­in héldu því fram að þá fjár­hæð ætti að verðbæta áður en hún er bor­in sam­an við þá meðalár­sveltu sem miðað var við í útboðinu.

Sú fjár­hæð sem þar er um að ræða hefði þurft að vera tæp­ir 2,2 millj­arðar króna til að ná til­skildu lág­marki. Í útboðinu var gerð krafa um að meðalár­svelta bjóðenda væri að lág­marki 50% af fjár­hæð til­boðsins í verkið síðastliðin þrjú ár, án virðis­auka­skatts.

Jafn­framt er því hafnað að ár­sveltu fyr­ir­tækj­anna hefði átt að verðbæta eins og þau gerðu kröfu um, „enda er ekk­ert í orðalagi útboðslýs­ing­ar­inn­ar sem bend­ir til að svo hafi átt að vera,“ seg­ir í úr­sk­urðinum.

Ef slíkt hefði átt að gera hefði birst í útboðslýs­ingu nán­ari af­mörk­un þeirr­ar vísi­tölu sem styðjast hefði átt við og hvernig ætti að ákv­arða hana út frá mánaðar­gild­um vísi­töl­unn­ar fyr­ir ein­stök ár.

Verkið tek­ur þrjú ár og eru verklok áætluð 1. ág­úst 2026.