Home Fréttir Í fréttum Datt í gryfju og stefndi húsfélagi

Datt í gryfju og stefndi húsfélagi

61
0
Að mörgu er að huga áður en farið er inn í dimm rými. mbl.is/Ómar Óskarsson

Karl­maður fékk dæmd­ar bæt­ur frá hús­fé­lagi fjöleign­ar­húss í Héraðsdómi Reykja­ness. Var hann kallaður til til að skoða lagna­rými fjöleign­ar­húss­ins en vildi þá ekki bet­ur til en hann datt ofan í 1,5 metra gryfju í gólf­inu og hlaut 15% var­an­lega ör­orku af því falli.

<>

Stefndi hann eig­end­um húss­ins til greiðslu skaðabóta vegna þess lík­ams­tjóns sem hann varð fyr­ir. Þurfti hann að þræða dimma rang­hala í leit að ljós­rofa en datt niður gatið áður en ljós­rof­inn fannst. Yfir gat­inu hefði alla jafn­an átt að vera laus viðarplata, en ein­hverra hluta vegna var búið að fjar­lægja hana.

Ekki vitað hver tók plöt­una
Hinir stefndu báru því við að þeir væru ekki skaðabóta­skyld­ir í mál­inu. Hefði stefn­andi arkað inn í myrkt rýmið, án þess að lýsa það upp með vasa­ljósi. Var vísað til þess að um fram­kvæmda­svæði hafi verið að ræða og hefði hann því mátt sýna meiri var­kárni. Ekki var vitað hver fjar­lægði viðar­plöt­una og því erfitt að sak­ast við stefndu í því máli.

Dóm­ari tók að nokkru und­ir þetta, sagði stefn­anda bera hluta ábyrgðar að gæta sín ekki bet­ur. Hæpið væri þó að kalla fjöleigna­húsið fram­kvæmda­svæði þar sem mörg rými þar voru þegar kom­in í rekst­ur. Því hefði það verið á þeirra ábyrgð að ganga þannig frá rým­inu að ekki væri hætta á að falla ofan í opið rými.

Vegna gá­leys­is stefn­anda var dreg­inn ¼ af skaðabóta­greiðslu til hans, en hon­um dæmd­ar til greiðslu ¾ auk einn­ar millj­ón­ar í máls­kostnað.

Heimild: Mbl.is