Ríflega 500 fermetra einbýlishús sem stendur við Urriðakotsvatn í Urriðaholti er nú komið á sölu en heimildir mbl.is herma að uppsett verð á húsinu sé rúmar 500 milljónir króna. Samkvæmt auglýsingu er óskað tilboða í húsið. Það var reist árið 2020 og stendur við Dýjagötu 12.
Sífellt fjögar dæmum um að einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu seljist á mörghundruð milljónir króna.
Árið 2021 keypti Davíð Helgason, fjárfestir hús Skúla Mogensen við Hrólfsskálavör á 500 milljónir króna. Bætti hann um betur nokkru síðar og keypti einnig lóðina við hliðina á húsinu sem stendur við Steinavör 2.
Þá greindi Smartlandið frá því fyrr í sumar að fjárfestarnir Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Grímur Gíslason hefðu keypt einbýlishús við Túngötu í Reykjavík á 575 milljónir króna.
Ekki aðeins einbýlishús
Það eru hins vegar ekki aðeins einbýlishús sem ganga kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir. Þannig seldist þakíbúð í óreistu húsi við Vesturvin í febrúar síðastliðnum á 420 milljónir króna.
Og þá var greint frá því síðasta sumar að hlutafélagið Dreisam, sem er í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar hefði keypt þakíbúð og tvö bílastæði við Austurhöfn í Reykjavík á 620 milljónir króna.
Heimild: Mbl.is