Home Fréttir Í fréttum Þá hefði aldrei átt að byggja aftur upp í Eyjum

Þá hefði aldrei átt að byggja aftur upp í Eyjum

194
0
Sigmundur Einarsson jarðfræðingur segir að betra hefði verið að byggja Vellina á öðrum stað. Samsett mynd

„Menn geta al­veg með full­um rétti haldið því fram að þetta hafi ekki verið mjög skyn­sam­leg  ákvörðun, en á móti kem­ur að það er ekki enda­laust hægt að taka mið af þessu.“

<>

Þetta seg­ir Sig­mund­ur Ein­ars­son, jarðfræðing­ur og sér­fræðing­ur í eld­virkni á Reykja­nesskaga, spurður hvort óskyn­sam­legt hafi verið að byggja upp íbúa­byggð á Völl­un­um í Hafnar­f­irði í ljósi eld­virkn­inn­ar.

Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur sagði í sam­tali við mbl.is í gær að ekki væri ráðlagt fyr­ir Hafn­ar­fjarðarbæ að byggja lengra í suðurátt. Hann tók þó fram að gos­virkn­in þyrfti að færa sig um sprungurein svo að eld­gos við Vell­ina, syðsta hverfi Hafn­ar­fjarðar, yrði að veru­leika.

Rósa Guðbjarts­dótt­ir bæj­ar­stjóri sagði um­mæl­in óá­byrg og óþörf. Næstu fram­kvæmd­ir á Völl­un­um verði þó í austurátt en ekki í suður.

„Auðvitað hefði verið betra að byggja þá á betri stað, en það var ekk­ert annað að hafa,“ seg­ir Sig­mund­ur, og minn­ist á að ef sú hugs­un hefði verið í for­grunni þá hefði ekki átt að eiga sér stað upp­bygg­ing í Vest­manna­eyj­um eft­ir gosið 1973. Meira um það síðar.

Tvisvar sinn­um gosið eft­ir land­nám
Sig­mund­ur nefn­ir að tvisvar sinn­um hafi runnið hraun á svæðinu við Vell­ina eft­ir land­nám.

Hraunið sem ál­verið í Straums­vík stend­ur á er senni­lega frá ár­inu 1150. Þá er hrauntaum­ur und­ir Völl­un­um sem nær eig­in­lega al­veg út í sjó, frá 10. öld.

Hraunið sem Hval­eyr­ar­völl­ur er á, þ.e.a.s. frá Hvaleyr­inni yfir að ál­ver­inu, er svo um tvö þúsund ára gam­alt.

Gossprung­an við Litla-Hrút er um 50 til 100 metra löng. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Allt að 25 kíló­metra sprunga
Sig­mund­ur nefn­ir að er byrjað var að byggja virkj­un­ina í Svartsengi á átt­unda ára­tugn­um hafi menn metið hætt­una á gosi.

„Menn vissu nú svo sem ekk­ert mikið, en vissu þó að þarna hefði gosið senni­lega ein­hvern tím­ann í kring­um 1200. Ef menn eru að halda því fram núna að það þurfi að gera eitt­hvað stórt til að bjarga [byggð] þá er það ekk­ert nýtt. Menn hafa lengi vitað þetta,“ seg­ir hann og bæt­ir við að orku­verið sé byggt út frá þess­ari þekk­ingu.

„Menn vissu það þegar þeir byrjuðu, að það var ákveðin hætta fyr­ir hendi.“

Sig­mund­ur nefn­ir að síðast er gaus fyr­ir ofan Vell­ina hafi mynd­ast allt að 25 kíló­metra gossprunga.

„Þetta eru bara smá spræn­ur sem eru núna,“ seg­ir hann og hlær, en gossprung­an við Litla-Hrút er nú um 50 til 100 metra löng.

Spurður hvort þessi stóru gos sem urðu stuttu eft­ir land­nám geti orðið aft­ur, svar­ar Sig­mund­ur því ját­andi.

Eld­sprunga opnaðist á Heima­ey aðfaranótt 23. janú­ar 1973. Morg­un­blaðið/Ó​laf­ur K. Magnús­son

Hrin­an í Vest­manna­eyj­um ekki endi­lega búin
Hann nefn­ir loks að varn­argarðar bjargi ekki endi­lega mál­un­um, eins og til dæm­is í Heima­eyj­argos­inu árið 1973.

Þar hafi garðarn­ir eig­in­lega ekki komið að gagni.

„Það fer bara allt eft­ir hraun­inu hvort að varn­argarður­inn stopp­ar,“ seg­ir Sig­mund­ur og bæt­ir við að þykkt hraun geti rutt varn­ar­görðum í burtu.

Hann seg­ir því að ef menn hefðu veigrað sér við að byggja á Völl­un­um á sín­um tíma, þá hefði aldrei átt að byggja aft­ur upp í Vest­manna­eyj­um.

„Þá hefðu menn aldrei átt að láta sér detta það í hug. Það er ekk­ert sjálf­gefið að gos­hrina sem hófst í Vest­manna­eyja­kerf­inu 1963 sé búin.“

Menn verði ein­fald­lega að læra að búa með eld­virkn­inni sem Ísland býður upp á.

Heimild: Mbl.is