Home Fréttir Í fréttum Skientia bauð 750 milljónir í lóð við Hlíðarenda

Skientia bauð 750 milljónir í lóð við Hlíðarenda

172
0
Lóðin er á horni Nauthólsvegar og Flugvallarvegar. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson/RVK

Fé­lagið Skientia ehf. var hæst­bjóðandi í útboði borg­ar­inn­ar á lóðinni Naut­hóls­veg­ur 79. Bauð fé­lagið 751 millj­ón króna í lóðina. Næst­hæsta boð kom frá ÞG Asp­ar­skóg­um ehf. eða 665 millj­ón­ir. REIR verk varð svo í þriðja sæti en það bauð 419 millj­ón­ir.

<>

Skientia er í eigu Bryn­dís­ar Har­alds­dótt­ur fjár­fest­is en heim­ilt verður að byggja allt að 65 íbúðir á lóðinni.

Það er víðar líf á lóðamarkaði. Sjáv­ar­lóðir í Grænu­byggð, nýj­asta hverf­inu í Vog­um, eru komn­ar í sölu. Þær kosta frá 22,5 til 30 millj­ón­ir króna og eru gatna­gerðar­gjöld innifal­in í verði lóðanna. Heim­ilt er að byggja 275-315 fer­metra hús á lóðunum. Sverr­ir Pálma­son, lögmaður og fast­eigna­sali, seg­ir lóðirn­ar ein­stakt tæki­færi.

Heimild: Mbl.is