Vegagerðin býður hér með út gerð strætóstöðva í Fossvogi ásamt færslu og lengingar fráreinar af Hafnarfjarðarvegi (40-01) að Suðurhlíð. Gera skal stíga að strætóstöðvum, þverun stígs á Suðurhlíð og þrengja syðsta hluta Suðurhlíðar. Aðlaga skal hljóðmön vegna færslu fráreinar,aðlaga fláa og ganga frá landmótun vegna afvötnunar stíga og gatna.
Helstu magntölur eru:
- Skeringar 4.900 m³
- Fyllingar 1.600 m³
- Styrktar- og burðarlagsefni úr námum 2.800 m³
- Malbik 2.700 m2
- Hellulögn 430 m2
- Kantsteinar 680 m
- Vegrið 90 m
- Yfirborðsfrágangur fláa og landmótun 4.500 m²
Verkinu skal lokið eigi síðar en 18. október 2023.
Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginu 13. júní 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 27. júní 2023.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign