Tveir karlmenn, annar á fertugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa á árunum 2017 og 2018 látið hjá líða að greiða virðisaukaskatt upp á 32,4 milljónir króna í rekstri einkahlutafélags sem þeir voru í forsvari fyrir.
Sá eldri var skráður stjórnarmaður og framkvæmdastjóri, en sá yngri, Armando Luis Rodriguez, var varamaður í stjórn og auk þess daglegur stjórnandi.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rodriguez er ákærður fyrir skattabrot, en árið 2020 var hann dæmdur í 14 mánaða fangelsi og til að greiða 96 milljónir í sekt vegna meiri háttar skatta- og bókhaldslagabrota, sem og peningaþvættis.ss
Þá var hann árið áður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í skattalagabrotum í tengslum við rekstur fyrirtækisins SS verks ehf. árið 2016.
Heimild: Mbl.is