Frá og með árinu 2015 hefur Þjótandi, verktakafyrirtæki í Rangárþingi ytra, samtals hagnast um rúmlega 2,3 milljarða króna.
Verktakafyrirtækið Þjótandi, sem staðsett er í Rangárþingi ytra og fæst við snjómokstur, jarðvinnu, vegagerð og aðra mannvirkjagerð sem tengist jarðvinnu, hagnaðist um 328 milljónir króna í fyrra.
Árið áður nam hagnaður félagsins 588 milljónum króna en frá og með árinu 2015 hefur það samtals hagnast um rúmlega 2,3 milljarða króna.
Tekjur verktakafyrirtækisins námu tæplega 1,9 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 13% frá fyrra ári. Á tímabilinu 2015-2022 hafa samanlagðar tekjur félagsins numið tæplega 9 milljörðum króna. Rekstrargjöld námu tæplega 1,5 milljörðum króna í fyrra og jukust um 61% frá fyrra ári.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu.
Heimild: Vb.is