Ríkiskaup f.h. utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslu Íslands, varnarmálasviðs, vekja athygli á tilkynningu (Pre-Solicitation Notice) í tengslum við fyrirhugað forval/útboð á byggingu vöruhúsa og tengd verkefni fyrir bandaríska flugherinn á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, (P-20001, Deployable Air Base Systems-Facilities, Equipment and Vehicles (DABS-FEV) Storage Facilities at Keflavik, Iceland). Upplýsingabeiðnin verður birt í kringum 26. maí n.k.
Áhugasömum fyrirtækjum er bent á að nálgast upplýsingar um verkefnið á eftirfarandi slóðum:
https://sam.gov/opp/0c31db8f31c74161a7c47d3be42d9a0d/view
https://www.sba.gov/federal-contracting/contracting-guide/size-standards
Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu þurfa m.a. að uppfylla skilyrði fyrir útgáfu öryggisvottunar og skilyrði reglna sem gilda um aðgang að öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Hæfiskröfum er lýst í útboðsgögnum.
Bandarísk stjórnvöld munu einungis semja við íslensk og/eða bandarísk fyrirtæki.
Auglýst: | 19.05.2023 kl. 11:42 |
Skilafrestur | 30.06.2023 kl. 00:00 |
Aðeins fyrirtæki sem hafa fyrirfram skráð sig í gagnagrunn bandarískra yfirvalda á www.sam.gov geta tekið þátt í útboðsferlinu sjá nánar :
Athugið að um forauglýsingu er um að ræða og því á skilafrestur ekki við.