Home Fréttir Í fréttum Auka hlutafé um tvo milljarða króna

Auka hlutafé um tvo milljarða króna

308
0
Hér má sjá tölvugerða mynd af miðbænum á Selfossi. Sá partur miðbæjarins sem er innan bláu línunnar á myndinni hefur nú þegar verið reistur en annað er í bígerð á næstu árum

Hluta­fé Sig­túns Þró­un­ar­fé­lags, sem stend­ur að upp­bygg­ing­unni í miðbæ Sel­foss, hef­ur verið aukið um tvo millj­arða króna. Það eru aðal­eig­end­ur fé­lags­ins, Leó Árna­son og Kristján Vil­helms­son, sem standa að hluta­fjáraukn­ing­unni í gegn­um fé­lag sitt, Aust­ur­bær-Fast­eigna­fé­lag ehf.

<>

Sig­tún reisti fyrri áfanga miðbæj­ar­ins, 13 bygg­ing­ar sem eru sam­tals um 5.000 fm, á ár­un­um 2019-2021 og hef­ur ann­ast rekst­ur og út­leigu þeirra síðan. Nú er áformað að reisa um 25.000 fm til viðbót­ar en áætlaður kostnaður við það er um 15 millj­arðar króna.

„Við telj­um mik­il­vægt að hefja fram­kvæmd­ir á næsta áfanga með sterka lausa­fjár­stöðu. Þessi hluta­fjáraukn­ing­in nú í upp­hafi er lýs­andi fyr­ir þá trú sem eig­end­ur fé­lags­ins hafa á verk­efn­inu,“ seg­ir Vign­ir Guðjóns­son, fram­kvæmda­stjóri Sig­túns, í sam­tal við ViðskiptaMogg­ann.

Heimild: Mbl.is