F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Úlfarsárdalur – Stækkun hverfis – Umhverfisfrágangur 2023, útboð nr. 15834
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Verkið felst í megindráttum í heildarfrágangi ofanvatnsrása gerð gangstétta, útvistarstígs og malbikun á botnlöngum ásamt göngubrú. Ofanvatnsrásirnar liggja meðfram götum hverfisins.
Í verkinu skal ganga frá yfirborði við þann hluta gatnanna þar sem byggingarframkvæmdum er að ljúka. Innifalið er afmörkun með kantsteini, endurnýjun á grasi og grágrýtishleðslum, gerð gróðurbeða og gróðursetning ásamt smíði og uppsetningu brúarhlemma.
Einnig skal ganga frá gangstéttum með steypu, hellulögn og uppsetningu ljósastaura. Meðfram Skyggnisbraut skal steypa stétt meðfram núverandi hjólastíg. Útivistarstígurinn tengir saman núverandi stíg við Leirtjörnina við bílastæði við Úlfarsfellsveg. Göngubrúin er um 8 m löng og 3,7 m breið og liggur yfir útrás tjarnarinnar. Brúin er gerð úr stálbitum á steyptum undirstöðum.
Klæðningin er úr timbri og handrið úr stáli. Í útrás tjarnarinnar skal hlaða grjóti. Stígurinn er malarstígur, helstu verkþættir eru gröftur og fylling samkv. kennisniðum og malarslitlag. Við frágang meðfram stíg skal endurnýta staðargróður. Inn á sameiginlegum lóðum við Jarpstjörn 5-17 og 6-14 og Silfratjörn 6-18 eru botnlangar malbikaðir. Við Jarpstjörn er jarðvegur jafnaður fyrir malbik en við Silfratjörn er jarðvegsskipt fyrir botnlanganum.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 14:00 þann 16. maí 2023. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:15 þann 30. maí 2023.