Opnun tilboða 9. maí 2023. Gerð Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi.
Í verkinu eru tvenn undirgöng og tvær brýr fyrir gangandi- og hjólandiumferð, stofnstígar og stígatengingar. Auk þess tilheyrir verkinu lagning nýrrar hitaveituæðar Veitna, Suðuræðar II. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Veitna og Mílu.
Helstu magntölur eru:
- Bergskering 152.000 m3
- Gröftur 289.000 m3
- Fylling 319.000 m3
- Styrktarlag 49.000 m3
- Burðarlag 14.000 m3
- Kaldblandað malbik 107.000 m2
- Malbik 73.000 m2
- Vegrið 5.300 m
- Mót 12.500 m2
- Járn 809.000 kg
- Uppspennukaplar 43.500 kg
- Steypa 5.500 m3
- Heitavatnslagnir 1.900 m
Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026.