Home Fréttir Í fréttum Blanda saman stílum í þéttingu byggðar

Blanda saman stílum í þéttingu byggðar

137
0
Paolo Gianfrancesco, til vinstri, og Freyr Frostason. Mikilli fækkun einkabíla á næstu árum er spáð, segir Freyr í viðtalinu, og áherslur í skipulagsmálum og húsagerð munu mótast af því. mbl.is/Sigurður Bogi

„Fjöl­breytni við hönn­un bygg­inga mætti gjarn­an vera meiri því nú virðist sem eins­leitni sé ráðandi. Jafn­an koma þeir tím­ar að viss­ir stíl­ar og stefn­ur séu ráðandi í húsa­gerð, en áhrif sveit­ar­fé­laga eru í þessu sam­bandi eru líka mik­il,“ seg­ir Freyr Frosta­son hjá THG-arki­tekt­um í Reykja­vík.

<>

Með störf­um sín­um setja arki­tekt­ar sterk­an svip á um­hverfið og til þess skal vanda sem lengi á að standa. Sjón­ar­mið um hvernig hús skuli vera og skipu­lagi bæja háttað eru ólík og þar koma fag­ur­fræði, nota­gildi og hagræn rök inn í breyt­una. Um­hverf­isþætt­ir ráða einnig miklu.

Byggð eru ris­hús með mæn­isþökum og kvist­um við Aust­ur­brú með út­sýni yfir Poll­inn á Ak­ur­eyri. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Regl­ur þyrftu að vera ein­fald­ari
„Meðal arki­tekta er rík­ur vilji til hanna í rík­ari mæli en nú er gert, ein­falt íbúðar­hús­næði sem er ódýrt í fram­leiðslu og hægt að selja á hag­stæðu verði. Þessu eru þó tals­verðar skorður sett­ar, því til dæm­is hér í Reykja­vík er nán­ast ófrá­víkj­an­leg krafa að í hverju fjöl­býl­is­húsi skuli vera blanda íbúða af mis­mun­andi stærðum,“ seg­ir Freyr.

„Einnig þyrftu regl­ur að vera ein­fald­ari. Lang­an tíma tek­ur að koma er­ind­um í gegn­um ferli bygg­inga- og skipu­lags­full­trúa og erfitt er að fá til dæm­is að breyta at­vinnu­hús­næði í íbúðir. Slíkt gæti þó oft verið góður kost­ur og hag­kvæm­ur.

Raun­ar hef­ur að und­an­förnu hægst mjög á bygg­ingu íbúðar­hús­næðis. Fyr­ir ör­fá­um miss­er­um var hönn­un íbúða um ¾ af öll­um okk­ar verk­efn­um og at­vinnu­bygg­ing­ar fjórðung­ur. Nú hafa hlut­föll­in snú­ist við.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is