Home Fréttir Í fréttum Gjörbreytt ásýnd gamla kínverska sendiráðsins

Gjörbreytt ásýnd gamla kínverska sendiráðsins

47
0
Stórhýsið Víðimelur 29 hefur verið tekið í gegn og kallast á við Víðimel 27. Einar Sveinsson teiknaði húsin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mik­il breyt­ing hef­ur orðið á ásýnd stór­hýs­is­ins að Víðimel 29 und­an­far­in miss­eri. Tæp þrjú ár eru nú síðan end­ur­bæt­ur hóf­ust á hús­inu og þær hafa sann­ar­lega skilað sínu. Eitt fal­leg­asta húsið í Vest­ur­bæn­um er smám sam­an að taka á sig rétta mynd.

<>

Húsið hafði staðið autt um hríð eft­ir að kín­verska sendi­ráðið var flutt þaðan árið 2012 og viðhaldi var ekki sinnt.

Eig­and­inn hyggst sjálf­ur búa á efstu hæðum húss­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Því var það mörg­um fagnaðarefni þegar í ljós kom að Friðbert Friðberts­son for­stjóri Heklu hafði eign­ast húsið og boðaði gagn­ger­ar end­ur­bæt­ur haustið 2020.

„Þetta er mynd­ar­legt hús og ég held að það verði mjög skemmti­legt þegar end­ur­bót­um er lokið,“ sagði Friðbert í sam­tali við Morg­un­blaðið á þeim tíma. Friðbert sagði í gær að hann bygg­ist við að fram­kvæmd­um við Víðimel 29 lyki í haust. Hann hyggst sjálf­ur búa á efstu hæðum húss­ins.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is