Samkvæmt virðisaukaskattskýrslum hefur velta aukist í flestum atvinnugreinum undanfarið ár. Hagstofan greinir frá þessu og bætir við að í sumum atvinnugreinum hafi aukningin verið minni en hækkun verðlags.
Vísitala neysluverðs hækkaði um 10% frá janúar-febrúar 2022 til sömu mánaða 2023.
Velta í framleiðslu málma minnkaði þó á milli ára en í þeirri grein hafði velta aukist mikið á árinu þar á undan. Velta ferðaþjónustunnar var aftur á móti mun hærri í byrjun árs en í fyrra en sú grein hefur verið að rétta úr kútnum eftir kórónuveirufaraldurinn.
Aukning var í byggingarstarfsemi um 39% sem skýrist að einhverju leyti með auknum umsvifum. Til að mynda fengu 13% fleiri einstaklingar í þeirri atvinnugrein laun í janúar-febrúar 2023 en á sama tímabili árið 2022
Heimild: Vb.is