Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmdir á Suður­lands­vegi á loka­metrunum

Fram­kvæmdir á Suður­lands­vegi á loka­metrunum

148
0
Framkvæmdum við Suðurlandsveg lýkur vonandi í sumar. VÍSIR/VILHELM

Framkvæmdir við Suðurlandsveg, Hringveg 1, milli Hveragerðis og Selfoss eru á lokametrunum. Vonast er eftir því að hægt verði að opna fyrir umferð á kaflann um miðjan maí.

<>

Framkvæmdir við Suðurlandsveg hófust í apríl árið 2020. Þegar þessu verkefni er lokuð verður hægt að klára vinnu við tengingar á nýjum Ölfusvegi sem liggur undir brúna við Kotströnd.

„Væntingar eru um að hægt verði að malbika síðasta kaflann á Suðurlandsvegi í kringum 20. apríl. Eins og staðan er núna er beðið eftir því að veðrið lagist. Um er að ræða kafla yfir Bakkárholtsá og brúna þar. Þegar því er lokið verður lagt yfirlag á tveimur stöðum, en það eru stuttir kaflar,“ er haft eftir Guðmundi Björnssyni hjá verkfræðistofunni Hnit, sem sér um eftirlit með framkvæmdum fyrir Vegagerðina, á vef Vegagerðarinnar. ÍAV er aðalverktaki framkvæmdanna.

Að sögn Guðmundar hafa framkvæmdir gegnið almennt vel. Upphaflega var gert ráð fyrir að þeim myndi ljúka í september í ár en útlit er fyrir að það verði í júní eða júlí.

Eftir páska lýkur síðan frágangi á grjótvörn við Bakkárholtsá. Þá verður gengið frá svelgjum, uppsetningu umferðaskilta og uppsetningu á vegmerkingum um leið og frost er farið úr jörðu.

Heimild: Visir.is