Verkkaupi, óskar eftir tilboðum í verk vegna 220 kV Kolviðarhólslínu 1 (KH1).
Kolviðarhólslína 1 liggur frá tengivirki Landsnets við Kolviðarhól að tengivirki við Geitháls. Landsnet hyggst endurbyggja línuna með því að skipta um 34 möstur í línunni, setja á hana nýjan leiðara og upphengibúnað. Til að hægt sé að skipta út möstrum, þarf að koma fyrir nýjum undirstöðum og stagfestum.
Verkið felst í að sjá um jarðvinnuframkvæmdir við endurbygginguna. Verkið skiptist í þrjá verkhluta sem eru boðnir út í þremur hlutum. Ráðgerðar framkvæmdir í þessu verki eru í höfuðatriðum eftirfarandi:
Verkhluti 1 – Slóðagerð og vinnuplön
• Gera aðkomuslóðir að hluta mastra.
• Viðhalda núverandi vegslóðum á framkvæmdatímanum.
Verkhluti 2 – Bergboltar og fóðurboltar
• Koma fyrir stagfestum, svokölluðum fóðurboltum og bergboltum.
Verkhluti 3 – Undirstöður
• Fjarlægja eldri undirstöður og farga.
• Koma fyrir nýjum forsteyptum undirstöðum.
• Koma fyrir jarðskautum við undirstöður og tengja við eldri skaut.
Miklar skorður eru á framkvæmdatíma á verkhluta 3. Þar getur vinna einungis hafist eftir að búið er að fella núverandi möstur og mikil áhersla er að hafa framkvæmdatíma við útskipti undirstaðna skamman.
KH1 liggur um 4 sveitarfélög, Sveitarfélagið Ölfus, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ og Reykjavík.
Nánari lýsingu á verkinu er að finna í útboðsgögnum sem finna má á útboðsvef Landsnets, utbod.landsnet.is.