Húsgögn og lausir munir á nýrri kaffistofu Fjársýslu ríkisins kostuðu um eina milljón króna samkvæmt upplýsingum Ragnheiðar Gunnarsdóttur, forstöðu rekstrarsviðs Fjársýslunnar.
Það voru A2F arkitektar sem endurhönnuðu alla kaffistofuna en framkvæmdakostnaður vegna hennar fellur þó á að eiganda hússins þar sem fjársýslan er til húsa, sem er eignarhaldsfélagið FAST-2 ehf.
Húsgögnin kostuðu um milljón samkvæmt upplýsingum frá Fjársýslunni.
Flottir stólar Húsgögnin kostuðu um milljón samkvæmt upplýsingum frá Fjársýslunni.
Samkvæmt Ragnheiði, sem svaraði fyrirspurn DV um kostnað vegna fjársýslunar, þá var aðstaðan og gólfefni orðið lélegt, og þarfnaðist nauðsynlegs viðhalds. Húsnæðið er notað fyrir starfsfólk fjársýslunnar, semsagt kaffiaðstöðu og sameiginlega fundi starfsmanna sem eru hátt í 80 talsins samkvæmt heimasíðu Fjársýslunnar.
Öll húsgögnin eru íslensk samkvæmt upplýsingum á síðu arkitektanna.
Fjársýsla ríkisins flutti í nýjar skrifstofu í Vegmúla 4 árið 2010. Þá þurfti að gera nokkrar breytingar á húsnæðinu ásamt því að endurnýja og lagfæra ýmis húsgögn sem komin voru til ára sinna að því er fram kom í ársreikningi fjársýslunnar.
Við flutningana voru húsgögn í eigu FJS skilin að mestu eftir í Sölvhólsgötu og stofnunin tók við húsgögnum sem skilin voru eftir í Vegmúla og höfðu verið í eigu Velferðarráðuneytisins.
Heimild: DV.is