Home Fréttir Í fréttum Húnabyggð úthlutar lóðum í nýju hverfi

Húnabyggð úthlutar lóðum í nýju hverfi

171
0

Húnabyggð auglýsir á vef sínum 33 lóðir til úthlutunar, þar af 22 einbýlishúsalóðir og 11 par- og raðhúsalóðir.

<>

Heildarfjöldi íbúða er á bilinu 49-75 og heildar byggingamagn á bilinu 8.810-11.080 fermetrar. Lóðirnar eru staðsettar í nýju hverfi á Blönduósi við Hólabraut, Holtabraut, Lækjarbraut og Fjallabraut.

Um úthlutunina gilda nýsamþykktar reglur sveitafélagsins um úthlutun lóða.

Við úthlutun gildir að séu fleiri en einn umsækjandi um sömu lóð er dregið á milli umsækjenda. Einnig gildir sú regla að umsækjendur geta skilgreint fyrsta og annað val.

Fyrsta val er sú lóð sem umsækjandi óskar helst eftir en annað val er til vara ef lóð sem er í fyrsta vali fellur ekki í skaut umsækjandans.

Annað val getur komið til úthlutunar sé engin annar með þá lóð sem fyrsta val og/eða að séu fleiri en einn með þá lóð sem annað val er dregið eins og gert er með fyrsta val.

Úthlutun opnaði í dag og verður opin fyrir umsóknum til og með 22. mars næstkomandi.

Sjá nánari upplýsingar á vef Húnabyggðar.

Heimild: Huni.is