Fortis ehf í Þorlákshöfn átti lægra tilboðið í uppsteypu nýs miðlunargeymis fyrir Selfossveitur. Nðurstöður verðkönnunar voru opnaðar í gær.
Tilboð Fortis ehf hljóðaði upp á 41,9 milljónir króna og var 5% yfir áætluðum kostnaði Sveitarfélagsins Árborgar, sem var 39,8 milljónir króna.
Vörðufell ehf bauð einnig í verkið og hljóðaði tilboð þeirra upp á 55,5 milljónir króna.
Bygging miðlunargeymisins var boðin út í fyrrasumar og bárust þá engin tilboð, þannig að framkvæmdinni er skipt upp og hún boðin út í áföngum. Þessi verðkönnun varðaði einungis uppsteypuhluta verkefnisins sem snýr að undirstöðum fyrir geymirinn.
Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til samninga við Fortis ehf, svo lengi sem verktakinn uppfylli kröfur verðfyrirspurnarinnar.
Heimild: Sunnlenska.is