Home Fréttir Í fréttum Nýjar verslanir opnaðar í Holtagörðum

Nýjar verslanir opnaðar í Holtagörðum

204
0
Svona á verslunarmiðstöðin að líta út innandyra að loknum endurbótum. Teikning/THG arkitektar

Fast­eigna­fé­lagið Reit­ir hef­ur und­ir­ritað nýja leigu­samn­inga við þrjú af stærstu fyr­ir­tækj­un­um á ís­lensk­um skó- og tísku­vörumarkaði um hús­næði í Holta­görðum. Öll neðri hæð húss­ins verður end­ur­nýjuð í tengsl­um við breyt­ing­una.

<>

Þau fyr­ir­tæki sem koma ný inn eru NTC, S4S og Föt og skór, að því er fram kem­ur á heimasíðu Reita. Þá hef­ur einnig verið end­ur­nýjaður leigu­samn­ing­ur við Bón­us sem flyt­ur sig um set inn­an Holtag­arða og opn­ar nýja, tvö­falt stærri versl­un.

Und­ir hatti NTC eru versl­an­irn­ar Comp­anys, Eva, GK Reykja­vík, Galle­rí Sautján, GS skór, Smash Ur­ban, Karakt­er, Kult­ur og Kult­ur menn.

Heimild: Mbl.is