Home Fréttir Í fréttum „Verður skoðað í þaula hvað gerðist“

„Verður skoðað í þaula hvað gerðist“

186
0
Þak Fossvogsskóla míglak á föstudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er grein­ing­ar­vinna í gangi og lítið annað hægt að segja um það núna,“ seg­ir Sylgja Dögg Sig­ur­jóns­dótt­ir, líf­fræðing­ur hjá verk­fræðistof­unni EFLU, sem ann­ast eft­ir­lit með fram­kvæmd­um á Foss­vogs­skóla.

<>

Þak Foss­vogs­skóla míglak á föstu­dag­inn þegar gerði mikla úr­komu en skól­inn hef­ur ný­lega verið gerður upp í annað sinn, fyr­ir tölu­verða fjár­muni, vegna myglu í skól­an­um sem kom til vegna leka.

Sylgja Dögg minn­ir á að verklok hafi ekki farið fram og í raun sé skól­inn vinnusvæði.

Hús­næði Foss­vogs­skóla er ný­upp­gert. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Það er verið að rann­saka þetta. Strax klukk­an sjö í morg­un voru all­ir byrjaðir að greina hvað þarna gerðist. All­ir aðilar, hönnuður, eig­andi, verktaki og við. Það eru all­ir að rýna sig og sam­an.“

Sylgja seg­ir að enn liggi ekki end­an­lega fyr­ir hvað lak. Verið sé að safna sam­an upp­lýs­ing­um og mynd­um.

„Það eina sem ég get sagt er að það verður skoða í þaula hvað gerðist,“ seg­ir Sylgja Dögg.

Heimild: Mbl.is