Home Fréttir Í fréttum Ekki er heimilt að rifa húsið við Strandgötu 27 á Akureyri

Ekki er heimilt að rifa húsið við Strandgötu 27 á Akureyri

155
0
Ekki er heimilt að rifa húsið við Strandgötu 27 Mynd Vikublaðið

Á fundi Skipulagsráðs  Akureyrar i gær 10 janúar var m.a. tekið fyrir bréf  frá Vesturkanti ehf  un rif á húsinu við Strandgötu 27  og endurbyggingu nýs húss á lóðinni.

<>

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. nóvember sl. en afgreiðslu þess var frestað þar til umsögn Minjastofnunar Íslands lægi fyrir. Er umsögnin lögð fram nú ásamt minnisblaði frá stofnuninni.

Erindinu er hafnað af Skipulagsráði þar sem Minjastofnun heimilar ekki niðurrif hússins.

Í minnisblaði  Minjastofnunar segir m.a.  ,,Niðurstaða vettvangsskoðunar fulltrúa Minjastofnunar þann 23. nóvember 2022 er að ástand Strandgötu 27 sé ekki það slæmt að húsið teljist með öllu ónýtt eða óviðgerðarhæft.

Vísa má í ýmis dæmi um timburhús í sambærilegu eða verra ástandi en Strandgata 27 sem hafa verið gerð upp og endurbætt á vandaðan hátt. Mestu munar að veggjagrind hússins er tiltölulega heilleg auk þess sem búið er að gera við eina hlið hússins á vandaðan hátt m.a. með stuðningi úr Húsafriðunarsjóði.

Strandgata 27 er annað elsta hús sem enn stendur á Oddeyri, reist 1876 og hefur því hátt menningarsögulegt gildi. Staðsetning þess á mótum Strandgötu og Norðurgötu markar aðkomu inn í gömlu byggðina á Oddeyri þar sem enn er að finna heillegar götumyndir með húsum frá lokum 19. aldar og upphafi þeirrar 20.

Niðurrif eða brottflutningur Strandgötu 27 mun veikja sögulegar götumyndir Strandgötu og Norðurgötu og rjúfa samhengi gömlu byggðarinnar á Oddeyri“.

Í fundargerð Skipulagsráðs er tekið fram að um fullnaðarafgreiðslu sé að ræða og er  vísað til sveitarstjórnarlaga og einnig samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar í þessu samhengi.

Heimild: Vikubladid.is