Fjarðabyggð og Fjarðarorka, félag í eigu Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) hafa undirritað lóðarleigusamning um lóð á Reyðarfirði undir rafeldsneytisverksmiðju. Um er að ræða fyrsta lóðarleigusamning á Austurlandi undir slíka starfsemi.
Lóðarleigusamningurinn var afgreiddur samhljóða í bæjarstjórn Fjarðabyggðar 28. desember. Samningstíminn er 35 ár frá 1. janúar 2026.
Um er að ræða 38 hektara lóð. Í verksmiðju Fjarðarorku er ætlunin að framleitt verði rafeldsneyti til notkunar í skipum og bifreiðum. Við þá framleiðslu verða til aukaafurðir, varmi og súrefni, sem verða nýttar til frekari verðmætasköpunar.
Þar er einnig til skoðunar uppbygging á hitaveitu í Fjarðabyggð, eins og kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
Heimild: Mbl.is