Eigendur fasteignar við Hafnargötu í Reykjanesbæ óskuðu eftir heimild umhverfis-og skipulagsráðs sveitarfélagsins til að breyta verslunarrými húsnæðis við götuna í íbúð. Erindinu var hafnað meðal annars vegna gildandi deiliskipulags.
Hafnargata hefur átt undir högg að sækja sem verslunargata en unnið er að uppbyggingu og mikilvægt er að framboð verði á hentugu verslunarrými við götuna. Deiliskipulag liggur fyrir vegna Hafnargötu 12 og Hafnargötu 22-28 en stutt er í að framkvæmdir hefjist. Við endurskoðun aðalskipulags var sett inn svohljóðandi ákvæði: Lögð er áhersla á að viðhalda lifandi götuhliðum með innsýn í verslunar- og þjónusturými. Ekki er heimilt að breyta atvinnuhúsnæði á jarðhæð í íbúðarhúsnæði. Erindi hafnað, segir í svari ráðsins.
Heimild: Sudurnes.net