Home Fréttir Í fréttum Svona verður ný álma Kefla­víkur­flug­vallar

Svona verður ný álma Kefla­víkur­flug­vallar

263
0
Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi hingað til lands á næsta ári. ISAVIA

Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári.

<>

Þetta var kynnt á morgunfundi Isavia í dag. 24 flugfélög munu fljúga með 7,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll á næsta ári og að sögn Isavia verður það þriðja stærsta árið í sögu flugvallarins.

Flugfélögin 24 verða með áætlunarflug til og frá áttatíu áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku.

Nýr vefur, kefplus.is, hefur verið settur á laggirnar til að veita innsýn í framtíð Keflavíkurflugvallar og hvernig unnið verður að þróun hans.

Þar má meðal annars sjá tölvuteiknaðar myndir af því hvernig ný austurálma flugvallarins á að líta út.

Stefnt er að því að opna álmuna í áföngum frá lokum 2023 og að endanleg verklok séu árið 2024. Álman verður 25 þúsund fermetrar og er hönnuð með tilliti til framtíðar stækkunaráforma.

„Við viljum leggja okkar lóð á vogaskálarnar, annars vegar þar sem við finnum til ábyrgðar þegar kemur að þessum mikilvægu málum og hins vegar teljum við raunverulegt samkeppnisforskot og langtímavirðisauka felast í því að sinna sjálfbærni af alvöru,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, í tilkynningu.

Heimild: Visir.is