Byggingakrani hrundi á Akraneshöllina, íþróttahöllina á Akranesi, á fjórða tímanum í dag og reif gat á þakið. Engum varð meint af en hópur ungra barna var í höllinni á knattspyrnuæfingu.
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, segir að krökkunum hafi verið mjög brugðið. Að öðru leyti hafði hann litlar upplýsingar að svo stöddu.
Skessuhorn greinir frá því að miklar drunur og skruðningar hafi heyrst í höllinni þegar kraninn féll á hana. Fulltrúar frá Akraneskaupstað og lögregla hafi mætt á svæðið og lokað höllinni.
Heimild: Ruv.is