Niðurstaða liggur ekki fyrir um upptök eldsvoðans sem varð í þvotta- og verslunarhúsnæði Vasks á Egilsstöðum í lok september.
„Þetta er í vinnslu ennþá. Tæknideild lögreglunnar og Mannvirkjastofnun eru að vinna úr gögnum og niðurstaða liggur ekki fyrir ennþá,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi.
Atvinnuhúsnæðið hýsti bæði efnalaug og verslun sem seldi alls kyns vörur og fatnað og því var eldsmaturinn mikill.
Engan sakaði í brunanum.
Heimild: Mbl.is