Home Fréttir Í fréttum Mygla í 24 skólum í Reykjavík

Mygla í 24 skólum í Reykjavík

255
0
Starfsemi leikskólans Árborgar mun flytja tímabundið.

Alls hef­ur fund­ist mygla í 24 grunn- og leik­skól­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Þar af eru 14 leik­skól­ar og 10 grunn­skól­ar. Þá hafa fimm skól­ar þurft að flytja starf­semi sína annað og fljót­lega bæt­ast tveir við.

<>

Flest eru myglu­til­fell­in í Laug­ar­daln­um, alls sjö. Þá eru slík­ar skemmd­ir í fimm skól­um í Vest­ur­bæ, fjór­um í Há­leit­is- og Bú­staðahverfi og fjór­um í Árbæ og Norðlinga­holti. Loks eru þrír skól­ar í Miðborg og einn í Breiðholti.

Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt frá um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar um staðfest til­felli myglu í grunn- og leik­skól­um borg­ar­inn­ar.

Í skrif­legu svari frá skóla- og frí­stunda­sviði við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins eru tald­ir upp fimm skól­ar sem eru lokaðir, í heild eða að hluta til: Haga­skóli, Laug­ar­nesskóli, Sunnu­ás, Granda­borg og Nóa­borg. Þá munu tveir skól­ar, Voga­skóli og leik­skól­inn Árborg, bæt­ast við á næstu vik­um vegna fram­kvæmda sem þar munu hefjast.

Börn í skól­un­um sjö þurfa mörg hver að ferðast lang­ar vega­lengd­ir til þess að sækja skóla. Þá hafa tveir skól­ar þurft að skipta starf­semi sinni í þrennt, Haga­skóli og Granda­borg.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is