Í ágúst s.l. staðfesti Borgarbyggð samning við fasteignaþróunarfélagið Festi um gerð rammaskipulags fyrir Stóru Brákarey í Borgarnesi.
Fram hafði komið á fundi byggðarráðs nokkru fyrr að Festir og og JVST arkítektar hefðu lýst yfir áhuga á því að leiða vinnu við heildarskipulag í eynni í samstarfi við bæjaryfirvöld.
Skessuhorn hafði samband við Róbert Aron Róbertsson framkvæmdastjóra Festis til að fá upplýsingar um stöðuna á verkefninu.
Hann segir að verið sé að vinna að því í samvinnu tveggja arkitektastofa, JVST sem er staðsett í Rotterdam og ítalska hönnunarfyrirtækinu Studio Marko Piva í Mílanó.
Róbert segir að kominn sé góður gangur í verkefnið núna, en ekki séu samt komnar fram ákveðnar hugmyndir, verið sé að afla upplýsinga og undirbúa forsendur hönnunarinnar sem best.
„Verið er að finna út hvaða leiðir eru bestar í skipulagi svæðisins. Meðal þess sem skoðað er í því sambandi eru veðurlíkön, þvíbrák sterkar vindáttir eru í eynni og mikilvægt að byggingar skapi skjól eins og hægt er.“
Hann segir að um leið og myndin fari að skýrast á teikniborðinu verði skipulagðir samráðsfundir með íbúum, enda lagði sveitarstjórn Borgarbyggðar ríka áherslu á þann þátt strax í upphafi.
Aðspurður um tímasetningu slíkra samráðsfunda sagði hann að tímalínan lægi ekki alveg fyrir ennþá en yrði kynnt um leið og málin færu að skýrast.
Heimild: Skessuhorn.is