Home Fréttir Í fréttum Velta Eyktar eykst um helming

Velta Eyktar eykst um helming

407
0
Uppsteypa við nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík var meðal stærstu verkefna Eyktar á árinu 2021. Ljósmynd: Aðsend mynd

Velta Eyktar jókst um 56% í fyrra og nam tæplega 8,5 milljörðum króna. Jókst veltan nokkuð á árinu vegna meiri umsvifa hjá félaginu, að því er kemur fram í ársreikningi.

<>

Stærstu verkefni félagsins á árinu 2021 voru meðal annars uppsteypa við nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík og uppbygging vistvænna íbúða í Gufunesi og Grafarholti.

Hagnaður félagsins nam 82,3 milljónum króna samanborið við 97 milljóna tap árið áður. Þá námu eignir félagsins á árinu 2,8 milljörðum króna og jukust þær um 56,5% á milli ára. Eigið fé félagsins nam 670 milljónum og var eiginfjárhlutfallið 24% í lok árs.

Laun og launatengd gjöld félagsins námu 1,3 milljörðum á árinu, en meðalfjöldi starfsmanna umreiknaður í heilsársstörf var 120 samanborið við 75 árið áður.

Eini hluthafi Eyktar er Mókollur ehf., félag í fullri eigu Péturs Guðmundssonar sem er jafnframt framkvæmdastjóri Eyktar.

Heimild: Vb.is