Home Fréttir Í fréttum Næsti áfangi nýs miðbæjar kynntur

Næsti áfangi nýs miðbæjar kynntur

295
0
Hér má sjá hvernig nýi miðbærinn liti út fullbyggður, en til þess að átta sig á afstöðunni má sjá Ölfusárbrú efst til hægri og Mjólkurbúið þekkja flestir. Fremst á myndinni má sjá tvö hús, það til vinstri (hvítt með rauðu risþaki) er Kolviðarhóll eftir Guðjón Samúelsson, frægt gistihús sem stóð undir Hellisskarði þar sem áður lá leiðin yfir Hellisheiði. Starfsemi þar var hætt 1952 og húsinu ekki haldið við, það fór í eyði, brann og jafnað við jörðu 1977. Stóra rauða húsið við hliðina á er endurreist hús Evanger-bræðra frá Noregi, sem reist var sem síldarverksmiðja við austanverðan Siglufjörð árið 1911 en eyðilagðist í snjóflóði 1919. Það verður hluti af öðru tveggja hótela í miðbænum.

Til­lög­ur að seinni áfanga hins nýja miðbæj­ar með gamla lag­inu á Sel­fossi voru kynnt­ar á opn­um íbúa­fundi á Sel­fossi í vikunni, en þar ræðir um fjór­um sinn­um meiri byggð en í fyrri áfang­an­um.

<>

Miðbæj­ar­verk­efnið hef­ur þótt afar vel heppnað til þessa og hleypt nýju lífi í Sel­foss, þenn­an höfuðstað Suður­lands í þjóðbraut.

Hér má sjá Kolviðar­hól og Evan­ger-hús í meiri nær­mynd, og sést vel hvernig byggðin teng­ist miðbæj­arg­arðinum og þeim úti­vist­ar­mögu­leik­um sem það gef­ur.

Reynsl­an breytti ýmsu

Frá því haf­ist var handa við verk­efnið hafa til­lög­ur um seinni áfang­ann tekið nokkr­um breyt­ing­um, sem rétt þótti að kynna bæj­ar­bú­um áður en lengra væri haldið.

„Við höf­um lært mikið af reynsl­unni af þessu fyrsta ári í rekstr­in­um í nýja miðbæn­um og höf­um gert ákveðnar breyt­ing­ar á öðrum áfanga sem kalla á deili­skipu­lags­breyt­ingu,“ seg­ir Leó Árna­son, stjórn­ar­formaður Sig­túns, sem hef­ur veg og vanda af verk­efn­inu, en hann og Sig­urður Ein­ars­son arki­tekt höfðu fram­sögu á fund­in­um.

Horft vest­ur eft­ir nýrri göngu­götu, sem liggja mun syðst í miðbæj­ar­kjarn­an­um. Þar uppi á horn­inu til hægri er drapp­litt hús, sem reist var á Kaup­vang­s­torgi eða Kaup­fé­lags­horn­inu á Ak­ur­eyri árið 1894 og var kallað Dúa­hús. Það var rifið þegar stór­hýsi KEA reis 1930. Á þessu svæði verður veit­inga og versl­un­ar­starf­semi.

Fallið frá miðalda­kirkj­unni

Leó seg­ir að reynsl­an af fyrri áfang­an­um hafa breytt ýmsu um hvernig rétt væri talið að haga þeim seinni. Þannig var fallið frá bygg­ingu miðalda­kirkju í útjaðrin­um, en hins veg­ar verða tvö hót­el í nýja miðbæn­um gangi allt eft­ir.

Í þess­um seinni áfanga verða hús frá öll­um lands­hlut­um, sum þeirra vel þekkt. Meðal áhuga­verðra húsa sem leika munu lyk­il­hlut­verk í seinni áfang­an­um eru t.d. gamla Sel­foss­bíó, Hót­el Ísland, Hót­el Oddeyri og Evan­ger-hús frá Sigluf­irði.

Séð fram­an á end­ur­reist glæsi­legt Templ­ara­húsið, sem reist var á Ísaf­irði 1905, teiknað og byggt af Rag­ú­el Á Bjarna­syni húsa­smið. Það brann í apríl 1930. Í miðbæn­um verður bygg­ing­in hluti af hót­eli, sem er vinstra meg­in við Templ­ara­húsið.
Horft aust­ur með seinni áfanga nýja miðbæj­ar­ins á Sel­fossi. Fjærst má sjá Evan­ger-hús og Kolviðar­hól.

Heimild: Mbl.is